Komdu žér ķ betra form śti ķ nįttśrunni meš okkur

Śtižjįlfun og Fjaržjįlfun

Útiþjálfun Spurt og Svarað


Fyrir hvern er Útiþjálfun?


Útiþjálfun er fyrir alla þá sem vilja komast í betra form og tileinka sér betri lífstíl. Útiþjálfun er ekki háð aldri, kyni eða líkamsástandi einstaklinga.  Allir geta tekið þátt!!!

 

Hvernig æfingar eru í Útiþjálfun? 

 

Æfingarnar í Útiþjálfun eru mjög fjölbreyttar og er aðalega unnið með eigin líkamsþyngd, lagt er upp með að hafa engan tíma eins þannig að fólk nái sem mestum árangri.

 

Þarf ég að vera í góðu formi til að byrja?


Alls ekki, Útiþjálfun hentar öllum burt séð frá líkamsástandi hvers og eins.
Ætlast er til að hver og einn geri eins vel og hann getur og eru einstaklingarnir misjafnir eins og þeir eru margir.
Aðalmálið er að allir fái sem mest útúr tímunum. 


Hversu oft eru æfingarnar? 


Hægt er að velja um að æfa tvisvar eða þrisvar í viku. Æft er mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga.
Hver æfing er 1 klst með teygjum sem framkvæmdar eru í lokin á hverjum tíma. 


Mig langar að byrja strax en næsta námskeið hefst ekki strax, þarf ég að bíða eftir næsta námskeiði? 


Þess þarftu ekki, þó að námskeiðin séu aðeins á fjögurra vikna fresti er hægt að byrja strax í Útiþjálfun, sendu okkur fyrirspurn og við komum þér af stað.