Komdu žér ķ betra form śti ķ nįttśrunni meš okkur

Śtižjįlfun og Fjaržjįlfun

Fjarþjálfun Spurt og Svarað 

 
Fyrir hverja er Fjarþjálfun
?


Fjarþjálfun er fyrir alla þá sem vilja komast í betra form og tileinka sér betri lífstíl. Það er klárlega betra að fara af stað í ræktinni undir leiðsögn þjálfara sem setur upp sérsniðna æfingaáætlun sem hentar þínum þörfum. Það geta allir nýtt sér Fjarþjálfun og það skiptir engu máli hvar þú ert að æfa.


Af hverju ætti ég að fara í Fjarþjálfun? 


Að hafa einhvern sem fylgist með þér og hvetur þig áfram er miklu betra og árangursríkara en að vera að æfa ein/n og vita kannski ekki hvernig sé best að æfa miða við þann árangur sem þú vilt ná. Hjá okkur færðu stuðning, aðhald og síðast en ekki síst er séð til þess að þú sért að gera það sem skilar árangri. 

 

Hvað er innifalið í Fjarþjálfun? 


Þegar þú tekur ákvörðun um að koma í Fjarþjálfun hjá okkur þá bókum við tíma í spjall um hvað þú vilt fá útúr þjálfuninni, Við fitu, ummálsmælum og viktum þig bæði í upphafi og í lok mánaðarins hjá okkur. Við útbúum sérsniðið mataræði fyrir þig ásamt því sem þú færð matadagbók sem þú fyllir inn í samviskulega á hverjum degi. Í lok vikunnar sendir þú okkur matadagókina og við yfirförum vikuna og komum með ummæli hvernig okkur fannst vikan ganga hjá þér. Aðhaldið er lykillinn að árangri.


 Þarf ég að vera í góðu formi til að byrja í Fjarþjálfun?


Alls ekki, Fjarþjálfun hentar öllum burt séð frá líkamsástandi hvers og eins. Fjarþjálfun hentar bæði byrjendum jafnt og lengra komnum. 
Að okkar mati er það að byrja sem skiptir máli. þú ert aldrei of sein/n til að byrja.